Sigurður H. Helgason stjórnarmaður, Dagný Brynjólfsdóttir stjórnarmaður, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH og Finnur Árnason stjórnarformaður.

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. 2023

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf, var haldinn föstudaginn 28. apríl 2023 og hófst hann kl. 11:30. Lögð var fram skýrsla stjórnar um störf félagsins á árinu 2022 og ársreikningar fyrir árið 2022 sem voru áritaðir af stjórn 29.mars og endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun. Eftir umræður voru ársreikningar samþykktir samhljóða.

Kosning til stjórnar

Aðalmenn í stjórn voru kosin Dagný Brynjólfsdóttir, Finnur Árnason og Sigurður H. Helgason. Varamenn voru kosnir Guðmann Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir. Stjórnin er óbreytt milli ára.

Fulltrúi hluthafa á aðalfundinum, Steinunn Sigvaldadóttir, þakkaði fyrir góðan fund og einnig stjórn og starfsmönnun félagsins fyrir góð störf á árinu og óskaði félaginu heilla og fluttar voru góðar kveðjur frá fjármála- og efnhagsráðherra.

Finnur Árnason stjórnarformaður

Á stjórnarfundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var strax að loknum aðalfundarstörfum, var Finnur Árnason kosinn stjórnarformaður.

Á mynd: Sigurður H. Helgason stjórnarmaður, Dagný Brynjólfsdóttir stjórnarmaður, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH og Finnur Árnason stjórnarformaður.