Teikning af sjúkrahóteli innandyra

Sjúkrahótel

Á Hringbrautarlóðinni er risið 75 herbergja sjúkrahótel. Þaðan er innangengt yfir í meginstarfseiningar Landspítala.

Sjúkrahótelið er 4.300 m2 á fjórum hæðum og er gert ráð fyrir stækkunarmöguleika sem nemur 40 herbergjum til norðurs. Hótelherbergin taka mið af ólíkum þörfum gesta og á hótelinu eru bæði einstaklingsherbergi, fjölskylduherbergi og herbergi fyrir fatlað fólk. Á jarðhæð hótelsins er bjartur og rúmgóður veitingasalur í hlýlegu umhverfi. Sólstofa er á þakhæð hússins.

Hönnuðir sjúkrahótelsins eru Koan hópurinn sem samanstendur af Yrki arkitektum, Gláma kím, Conís og Raftákn.

Byggingu sjúkrahótelsins er lokið og var afhent Landspítala til rekstrar í febúar 2019. Landspítali sér um rekstur sjúkrahótelsins.

Herbergi á sjúkrahótelinu
Smelltu á myndina til að stækka