
Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. árið 2024
Aðalfundur Nýs Landspítala ohf, var haldinn 19.apríl. Lögð var fram skýrsla stjórnar um störf félagsins á árinu 2023 og endurskoðaðir ársreikningar fyrir árið 2023. Ársreikningarnir voru samþykktir.
Í stjórn voru kosin Dagný Brynjólfsdóttir, Finnur Árnason og Sigurður H. Helgason sem aðalmenn. Varamenn voru kosin Guðmann Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir.
Á fyrsta stjórnarfundi, sem haldin var strax eftir aðalfundinn, var Finnur Árnason endurkjörin stjórnarformaður félagsins. Þá var starfskjarastefna félagsins staðfest að nýju.
Á mynd: Sigurður H. Helgason, Dagný Brynjólfsdóttir, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri og Finnur Árnason.