
Aðventumálstofa NLSH
Þann 7.desember var haldin hin árlega aðventumálstofa NLSH og að þessu sinni á Grand hóteli. NLSH hefur staðið reglulega fyrir málstofum fyrir hagaðila um framgang verkefna félagsins. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH fór yfir stöðu dagsins í opnunarávarpi en dagskrá málstofunnar fjallaði að þessu sinni um hönnunar- og framkvæmdaatriði, en einnig um starfsemi sjúkrahúss Akureyrar (SAk) og hugbúnaðarúttekt.
Dagskráin var eftirfarandi:
Nýr Landspítali staða dagsins. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH
Framkvæmdaverkefni NLSH. Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH
Hönnun nýbyggingar húss Heilbrigðisvísindasviðs HÍ: Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt TBL hönnunarhópsins
Sjúkrahús Akureyrar - Tækifæri í nánustu framtíð. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahúss Akureyrar
HIMSS stöðumat á hugbúnaði og UT innviðum. Hannes Þór Bjarnason, verkefnastjóri NLSH
Lokaorð flutti svo Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga og stjórnarmaður í NLSH ohf.
Að lokinni dagskrá var tónlistaratriði þar sem söngkonan Margrét Eir söng nokkur jólalög við góðar undirtektir.
