mynd af folki i kringum nyja spitalan

Áhersla á umhverfisvæna hönnun

Mikil áhersla er lögð á umhverfismál í hönnun nýrra bygginga Landspítalans þar sem heilsa og vellíðan notenda verða í fyrirrúmi. Þetta var á meðal þess sem fram kom á blaðmannafundi um nýja umhverfisstefnu Landspítalans í gær.

Spítalinn verður vottaður samkvæmt svokölluðu BREEAM kerfi sem er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir byggingar. „Markið er sett hátt því miðað er við að byggingar fái fjórar stjörnur af fimm mögulegum en enn hefur engin bygging á Íslandi fengið svo háa einkunn,“ segir Birna Helgadóttir, verkefnisstjóri umhvefis- og samgöngumála á Landspítala.

Góð orkunýting og heilnæm byggingarefni
Kröfur BREEAM eru í níu þáttum en þeir eru umhverfisstjórnun, heilsa og vellíðan, orka, samgöngur, vatn byggingarefni, úrgangur landnotkun og vistfræði og mengun. „Til dæmis er lóðin hönnuð með það í huga að öruggt sé að ferðast fótgangandi og hjólandi innan svæðisins og fólki auðveldað að nota vistvænar samgöngur,“ segir Birna. Þá verður lögð áhersla á góða orkunýtingu í nýju byggingunum, notuð heilnæm og vistvæn byggingarefni og reynt að draga úr óþarfa vatnsnotkun.

Dagsbirta sem víðast
Vellíðan og heilsa notenda verður í fyrirrúmi við hönnun nýju bygginganna. „Lögð verður áhersla á heilnæmt inniloft, góða hljóðvist, dagsbirtu sem víðast og þægilega lýsingu og hitastýringu.“

Almennar upplýsingar um umhverfismál á Landspítala