teikning af spitala

Arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu staðið undir kostnaði við nýjan Landspítala

Í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í gær kemur fram að afkoma fyrirtækisins sé mjög góð og að arðgreiðslur frá fyrirtækinu gætu staðið undir kostnaði við nýjan Landspítala.


„Við höfum verið að borga núna undanfarin ár svona um 1,5 milljarð sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun en okkar mat er að þetta gæti farið upp í svona 10- 20 milljarða á ári“, segir Hörður
Til samanburðar má geta þess að framkvæmdakostnaður við nýjan spítala er áætlaður um 50 milljarða króna sem dreifist á sjö ára tímabil.


Hörður segir jafnframt að það sé verið að skoða það að stofna sérstakan auðlindasjóð þar sem þessar greiðslur fara inn á og þá gæti ríkið nýtt það í þörf verkefni.