
Bréf sent til íbúa vegna framkvæmda við Grensás
NLSH hefur sent kynningarbréf til íbúa í nágrenni við Grensás vegna fyrirhugaðrar jarðvinna vegna viðbyggingar við Grensásdeild Landspítala.
Samhliða hefur upplýsingum verið komið á framfæri á Facebook síðu hverfisins.
Jarðvinnan hefst fljótlega og áætlað er að jarðvinnu ljúki í apríl á næsta ári. Mun þá vinna við uppsteypu viðbyggingar hefjast í kjölfarið og stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 2026.