mynd af sjukrunarrúmmi

Deila herbergi vegna húsnæðisvanda

Algengt er að karlar og konur deili herbergjum á legudeildum Landspítalans vegna húsnæðisvanda, að því er fram kemur í frétt Jóns Péturs Jónssonar blaðamanns á fréttavefnum mbl.is. Sjúklingar og starfsmenn eru ekki hrifnir af þessari ráðstöfun en þar sem skortur er á einbýli er oft ekki annarra kosta völ.

„Þetta gerist nokkuð oft en það stendur yfirleitt ekki lengi,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá LSH og fyrrverandi innlagnastjóri spítalans.

Í fréttinni segir Hildur það stórkostlegt vandamál hversu fá einbýli séu í boði á sjúkrahúsinu. Aðspurð segir hún ljóst að vandinn muni leysast með nýju sjúkrahúsi

Hún bendir á að fólk sem leggist inn á spítala í dag sé svo veikt og því sé kannski enn verra en áður að deila herbergi og salernisaðstöðu með öðrum. Fólk sé því í erfiðri stöðu. „Það þarf mikla hjálp, það er fáklætt og það þarf kannski að keyra það í hjólastól fram á klósett. Þrengslin eru mikil þannig að nábýlið verður svo mikið,“ segir Hildur.

„Í raun og veru þyrftu allir að fá einbýli sem leggjast inn á spítala í dag. Við erum með mjög mikið af tvíbýlum,“ segir hún. Þá séu til fjögurra og sex manna stofur sem séu hálfgerðir salir. Þar liggi saman karlar og konur en þar sé hægt að hafa tjöld á milli rúma.

Fréttin á mbl.is