
Ekki samboðið okkur sem þjóð
Elín Hirst, alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um málefni Landspítala.
Greinarhöfundur bendir á að engan tíma megi missa og gefa þurfi í við framkvæmdir vegna nýs Landspítala við Hringbraut.
„Mál númer eitt,tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum“, segir Elín.
Elín minnir á ábyrgð stjórnmálamanna og ítrekar mikilvægi þess að klárað verði að byggja við Hringbrautina á sem skemmstum tíma.
„Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í þvi að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð“, segir Elín.
Grein Elínar má sjá hér