
Framkvæmdir við bílastæða – og tæknihús í upphafi árs
Framkvæmdir við BT hús eru nú að hefjast aftur eftir jólafrí. Reistur hefur verið krani í miðju húsinu og undirbúningur undir uppsetningu vinnubúða gengur vel.
Frosthörkur að undanförnu hafa verið erfiðar en þegar starfsmenn koma aftur til starfa í næstu viku hefjast framkvæmdir að nýju, segir Steinar Þór Bachmann, verkefnastjóri á framkvæmdasviði NLSH.