
Framkvæmdir við gamla spítalann við Hringbraut
Nú standa yfir framkvæmdir við að flytja í burtu tröppur fyrir framan gamla spítalann.
Tröppurnar verða varðveittar til seinni tíma uppsetningar.
Samhliða því halda framkvæmdir áfram við lagnavinnu og gerð akstursleiða sem verða teknar í notkun þegar Gömlu Hringbraut verður lokað.
Framtíðarakstursleið verður um þetta svæði.