
Fróðleg erindi á Sumarmálstofu NLSH 2024
Í dag var haldin hin árlega Sumarmálstofa NLSH en félagið hefur staðið reglulega fyrir málstofum, fyrir hagaðila, um framgang verkefna félagsins.
Starfsmenn félagsins fóru yfir einstaka verkefni en auk þess flutti Eyrún Valþórsdóttir, arkitekt Nordic Office of Architecture, erindi um hönnun nýbyggingar endurhæfingardeildar Grensás.
Höfuð erindi dagsins var erindi Cristiana Caira um geðhús á Norðurlöndunum, fræði og lausnir. Cristiana er „artistic professor of healthcare architecture“ við Chalmers í Gautaborg og einn eiganda White arkitekta þar í borg.
Í erindi sínu á málstofunni fjallaði hún um nýleg verkefni á Norðurlöndunum, þróun þjónustuþarfar og nútíma stefnur og strauma í hönnun húsnæðis fyrir geðþjónustu.
Einnig fjallaði hún um þá vinnu sem White hefur tekið þátt í á síðustu mánuðum með NLSH.
Lokaorð flutti Jón Hilmar Friðriksson frá Landspítala, forstöðumaður verkefna tengdum nýjum spítala.
Í lokin var tónlistaratriði þar sem Axel Flóvent söng nokkur falleg lög inn í sumarbirtuna.
Myndatexti í frétt: Signý Stefánsdóttir, verkefnastjóri NLSH og Cristiana Caira, White arkitektar Svíþjóð.
