mynd fra fundinum

Fundur um nýjan Landspítala á vegum Pírata

Laugardaginn 9.janúar héldu Píratar opinn fund um málefni nýs Landspítala.

Á mælendaskrá voru fulltrúar frá nýjum Landspítala, Landspítala, félagasamtökunum Spítalinn okkar og frá samtökum sem heita „betri spítali á betri stað“. Kári Stefánsson frá Íslenskri erfðagreiningu var einnig með framsögu.

Eftirtaldir tóku til máls á fundinum:

Dr. Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining
Hermann S. Guðmundsson frá samtökunum Betri spítali á betri stað
Gestur Ólafsson frá samtökunum Betri spítali á betri stað
Anna Stefánsdóttir, Spítalinn okkar
Páll Matthíasson, forstjóri LSH
Gunnar Svavarsson, Nýr Landspítali ohf.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir

Eftir framsögur gafst gestum kostur á að varpa fram spurningum úr sal.