Fyrsta ráðstefna Procore í Evrópu

Bandaríska fyrirtækið Procore, sem sérhæfir í sig í vefþjónustu fyrir byggingaiðnaðinn, hélt ráðstefnu í London í byrjun október. Hún var sú fyrsta innan Evrópu og fulltrúar fyrirtækja komu víða að, meðal annars frá NLSH. Auk fyrirlestra og erinda um margvíslega þætti í hugbúnaðinum, þróunarverkefni og reynslusögur. Ein slík var hvernig var frá fyrirtæki sem hannar og smíðar vindorkuver og hefur starfsemi um víða veröld. Fulltrúi fyrirtækisins lýsti hvernig mæta þurfti mismunandi starfsumhverfi þeirra landa sem að málinu koma.

Procore setur mikla fjármuni í rannsóknir og þróun og frumgerðir nokkurra verkefna voru kynnt og til sýnis.

Tvö upphafserindi vöktu talsverða athygli, en þar var sjónum beint að andlegri heilsu þeirra sem starfa við byggingarvinnu en fjöldamargir aðilar hafa slegist til liðs við alþjóðlegt átak sem kallast “Get Construction Talking” til að opna á umræðu og aðstoð í þessum málaflokki.