
Gestakomur á framkvæmdasvæðið
Hjá NLSH eru gestakomur algengar og jafnt litlir sem stórir hópar sem koma í heimsókn.
Í dag kom góður gestur, Erling Ásgeirsson, sem gegndi stjórnarformennsku hjá félaginu á árunum 2016-2021.
Gengið var um framkvæmdasvæðið í björtu og fallegu veðri í fylgd Erlendar Árna Hjálmarssonar, verkefnastjóra hjá NLSH.
Mynd frá vinstri: Erlendur Árni Hjálmarsson NLSH og Erling Ásgeirsson