
Góður gangur í hönnunarvinnu nýs Landspítala
Í þessari viku hefur verið framhald á hugmyndavinnu starfsmanna vegna hönnunar við nýjan Landspítala.
Í síðustu viku vann hópur saman að hönnun bráðamóttöku en nú var komið að hönnun legudeilda.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, víkur að þessu í vikulegum pistli sínum.
„Við höfum notið leiðsagnar Chris Bacous frá Virginia Mason Institute í Seattle í þessari skemmtilegu vinnu . Þetta hefur verið gríðarlega öflugt ferli og framlag starfsmanna ómetanlegt. Stuðningur stjórnvalda, með heilbrigðisráðherra í fararbroddi, er afar dýrmætur. Saman munum við sigla þessu skipi í örugga höfn“, segir Páll forstjóri.
Pistil Páls má lesa hér ásamt skemmtilegu myndbandi sem lýsir þeirri góðu stemningu sem ríkti meðal starfsmanna Landspítala í hönnunarvinnunni