
Hagkvæmast að byggja við Hringbraut
Í dag er haft eftir Degi B.Eggertssyni borgarstjóra að mikilvægt sé í umræðunni um nýjan Landspítala að nýta eigi eldri húsakort og tengja þær við nýjar byggingar. Dagur segir að þetta geri staðsetningu nýs spítala við Hringbraut að mun hagstæðari kosti en aðrar staðsetningar. Hann fer yfir hversu dýrt það væri að byggja nýjan spítala frá grunni og hversu hagkvæmt hann telur að sameina spítalastarfsemina við Hringbraut sem mest.
Dagur segir m.a. á Facebókar síðu sinni: „það er fagnaðarefni að málefni Landspítalans séu komin aftur í brennipunkt. Það er fátt mikilvægara en að endurnýja húsakost spítalans og allir þeir sem vilja búa í samkeppnishæfu velferðarsamfélagi ættu að berjast fyrir því“
Fréttina má sjá hér