
Heilbrigðisráðherra fundar með talsmönnum sjúklingasamtaka
Samvinna og samráð við marga aðila er varðar uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut er mjög mikilvægur þáttur.
Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, átti í dag samráðsfund með fulltrúum frá sjúklingasamtökum.
Gestir fundarins voru hönnuðir sjúkrahótelsins sem tekið verður í notkun árið 2017.
Á fundinum gafst fulltrúum frá sjúklingasamtökunum kostur á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum til hönnuða sjúkrahótelsins.