
Heilbrigðisráðherra skipar samstarfsráð um hringbrautarverkefnið
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað samráðshóp sem hefur það hlutverk að efla samráð og miðlun upplýsinga í Hringbrautarverkefninu.
Samráðshópurinn mun starfa á vegum velferðarráðuneytisins.
Hópinn skipa Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, formaður. Aðrir fulltrúar eru Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður NLSH, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR og Páll Matthíasson, forstjóri LSH.
Hér má sjá frétt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.