
Heimsókn frá gæðadeild og stjórnsýslu klínískrar þjónustu Landspítala
Þann 16.janúar kom hópur frá gæðadeild og stjórnsýslu klínískrar þjónustu Landspítala í heimsókn. Að venju sá Kolbrún Gísladóttir, starfsmaður Landspítala um kynningu á meðferðarkjarnanum. Eftir kynninguna var gengið um meðferðarkjarnann þar sem verkefnastjórar NLSH, Aðalsteinn Pálsson og Jóhann Gunnar Gunnarsson, sáu um að kynna það helsta sem fyrir augu bar í skoðunarferðinni.
„Við hjá Landspítala erum mjög ánægð hvernig hefur tekist til með kynningarnar fyrir okkar starfsmenn. Nú fer að koma reynsla á þetta og viðtökur gesta hafa verið mjög góðar,” segir Kolbrún Gísladóttir.