Heimsókn frá lungnateymi Reykjalundar

Nýlega kom hópur í heimsókn frá lungnateymi Reykjalundar. Dagskráin hófst á skoðunarferð um nýjan meðferðarkjarna í fylgd Sigurjóns Sigurjónssonar verkefnastjóra og Jóhanns G. Gunnarssonar staðarverkfræðings NLSH. Gott veður var þennan dag og margt að sjá á framkvæmdasvæðinu. Eftir gönguna var það Gísli Georgsson, verkefnastjóri, sem kynnti gestum helstu framkvæmdaverkefni NLSH. Að lokinni kynningu gafst tími fyrir spurningar.

„Við í lungnateymi Reykjalundar þökkum kærlega fyrir okkur. Okkur þótti mjög áhugavert að fá að sjá uppbygginguna sem fer fram þarna og fá að kynnast þeirri gríðarlegu vinnu sem hefur farið fram og er áframhaldandi til að koma þessu stóra verkefni í framkvæmd, segir Guðrún Nína Óskarsdóttir, lungnalæknir fulltrúi teymisins.