
Heimsókn sendiherra Bretlands á Íslandi til NLSH
Í síðustu viku heimsótti Dr Bryoni Mathew sendiherra Bretlands á Íslandi framkvæmdaskrifstofur NLSH ásamt föruneyti.
Á fundinum var farið yfir stöðu framkvæmda á vegum félagsins með sérstaka áherslu á innkaup búnaðar og lækningatækja fyrir meðferðarkjarna og rannsóknahús.
Ásdís Ingþórsdóttir verkefnastjóri á hönnunarsviði sá um kynninguna ásamt Björgu Guðjónsdóttur og Ólafi Halldórssyni á tækni – og þróunarsviði.
Mörg erlend sendiráð á Íslandi hafa heimsótt NLSH á síðustu árum og fengið kynningu á framkvæmdaverkefnum félagsins.