Heimsókn frá sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar

Þann 28.mars kom í heimsókn hópur frá sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar. Hefðbundin dagskrá var í heimsókninni þar sem í byrjun var kynning á framkvæmdaverkefnum NLSH sem Gísli Georgsson verkefnastjóri hélt.

Að kynningu lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið í fylgd staðarverkfræðinga NLSH Árna Kristjánssonar og Jóhanns Gunnars Gunnarssonar. Blíðskaparveður var þennan dag og heimsóknin var afar vel heppnuð.

„Hópur starfsfólks frá sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar fékk leiðsögn og kynningu á NLSH á föstudaginn var, á starfsdegi sínum. Að mati hópsins var kynningin einkar vönduð og upplýsandi og ánægjulegt að skoða byggingarnar sem risnar eru. Punkturinn yfir i-ið var svo að komast á efstu hæðina og sjá í norðan áttinni þetta stórbrotna útsýni yfir borgina og fjallahringinn. Takk fyrir okkur,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari á Reykjalundi.

Smelltu á myndina til að stækka