
Hönnunarteymi standast kröfur forvals vegna fullnaðarhönnunar rannsóknarhúss
Forvalsnefnd um hæfi umsækjenda vegna forvals á rannsóknarhúsi í Hringbrautarverkefninu hefur úrskurðað um hæfi umsækjenda.
Öll hönnunarteymin standast kröfur um forval á rannsóknarhúsi sem er hluti af nýbyggingum Hringbrautarverkefnisins.
Hönnunarteymin sem standast kröfur forvalsins eru:
Grænaborg (Arkstudio ehf, Hnit verkfræðistofa, Landmótun, Raftákn, Yrki arkitektar)
Mannvit og Arkís arkitektar
Corpus3 (Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf)
Verkís og TBL
Í framhaldi af þessu mun fara fram lokað hönnunarútboð þar sem hönnunarteymin munu skila inn tilboðum í hönnunina.