
Horft til framtíðar við hönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala
Mikil uppbygging er hafin við Landspítala Hringbraut og má þar helst nefna að hafist er handa við byggingu sjúklingahótels sem tekið verður í notkun 2017.
Á síðustu vikum hefur farið fram skipulögð vinna við hönnun nýs meðferðarkjarna. Að þeirra vinnu koma m.a. hönnuðir frá Corpus, starfsmenn NLSH og LSH, fulltrúar sjúklinga ásamt sérfræðingum víðs vegar að.
Að þessu er getið í vikulegum pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, birtir á vefsvæði spítalans.
Vinna við hönnun nýs meðferðarkjarna hefur gengið vel eins og fram kemur í viðtölum í myndbandi sem hægt er að sjá hér.
Þar er að finna nánari upplýsingum um í hverju hönnun nýs spítala felst og hvernig hönnunarferlið gengur fyrir sig.