
Hringbraut besti kosturinn segir forstjóri Skipulagsstofnunar
Í fréttum RÚV sjónvarps 14.október var rætt við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, um hvernig nýr Landspítali við Hringbraut falli að skipulagi borgarinnar.Hún segir að staðsetningin falli best að aðalskipulagi Reykjavíkur og markmiðum þess um þéttingu byggðar og aukna samkeppnishæfni Reykjavíkur á alþjóðavísu.
„Það er stórt byggingarland hérna, það er nálægð við spítalann. Það er nálægt við stórar stofnbrautir. Það eru í nálægð við fyrirhugaða samgöngumiðstöð höfuðborgarsvæðisins og þá borgarlínu almennra samgangna sem þangað gengur og það er nálægðin ekki síst við háskólana tvo og þau svæði sem að eru byrjuð að byggjast upp í kringum þá að vísinda- og þekkingarstarfsemi“, segir Ásdís.
Varðandi það hvort aðrir staðir henti betur undir spítala segir Ásdís að það sé búið að greina þetta til margra ára og að það liggur fyrir að menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi henti best og því sé þetta besti kosturinn.
Frétt RÚV má sjá hér