Konur í mannvirkjaiðnaði í heimsókn

Það var vösk sveit kvenna frá félagasamtökunum „Konur í mannvirkjaiðnaði“sem heimsóttu framkvæmdasvæði NLSH við Hringbraut í dag. Innan samtakanna eru konur sem starfa eða hafa starfað í byggingariðnaði eða mannvirkjagerð. Hann er einnig fyrir konur sem tengjast þessari atvinnugrein á einhvern hátt.

Í byrjun var kynning á starfsemi NLSH sem Ásdís Malmquist Ingþórsdóttir og Björg Guðjónsdóttir sáu um og að henni lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið undir stjórn starfsmanna NLSH Hildar Hrólfsdóttur, Árna Kristjánssonar, Bjargeyjar Björgvinsdóttur og Auðar Ástráðsdóttur.

Heimsóknin var afar vel heppnuð þrátt fyrir rystjótt veður enda félagsskapurinn góður.

„Takk fyrir frábæra heimsókn, fróðleik og gestrisni. Konurnar höfðu sérstaklega orð á því hve gaman það var að það væru svona margar konur fyrir hönd NLSH í heimsókninni. Markmið hópsins er að skapa vettvang þar sem konur í mannvirkjaiðnaði geta byggt upp tengslanet, aukið þekkingu sína, stuðlað að umbótum í greininni og vakið athygli á störfum sínum og verkefnum,“ sagði fulltrúi hópsins Karólína Helga Símonardóttir.

Smelltu á myndina til að stækka
Smelltu á myndina til að stækka
Smelltu á myndina til að stækka
Smelltu á myndina til að stækka