
Kristján Þór: Þurfum betri tækjakost og minna vinnuálag
Kristján Þór Júlíusson segir endurbóta þörf í íslensku heilbrigðiskerfi. Varðandi byggingu nýs Landspítala segir hann að treysta þurfi grunn heilbrigðisþjónustunnar áður en hafist verður handa við byggingu. Hann segir að það eigi að byggja spítalann upp þegar réttar aðstæður skapast, ekki síst fjárhagslega og þegar fyrir liggur hvaða hlutverki spítalinn eigi að gegna í heilbrigðisþjónustu í landinu.
Fréttina má sjá hér: http://vb.is/frettir/94161/