
Kynning á verklegum framkvæmdum hjá Strætó bs
Kynningarfundur á verklegum framkvæmdum í Hringbrautarverkefninu var haldinn fyrir Strætó bs í vikunni.
Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH fór yfir þær verklegu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Hringbrautarverkefninu á næstu mánuðum.
Fulltrúar Strætó bs á fundinum voru Jóhannes Rúnarsson og Valgerður Benediktsdóttir.