
Kynningarfundur á vegum ÖBÍ um stöðu Hringbrautarverkefnisins
Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir kynningarfundi 13.febrúar um stöðu Hringbrautarverkefnisins.
Fulltrúar frá NLSH sem kynntu nýjustu stöðu verkefnisins og þar ber hæst hönnun á nýjum meðferðarkjarna.
Fundurinn var vel heppnaður og margar fyrirspurnir bárust frá fundargestum.
NLSH hefur lagt ríka áherslu á samvinnu við sjúklingasamtök hvað varðar hönnun og undirbúning í Hringbrautarverkefninu.