
Kynningarfundur um forhönnun meðferðarkjarnans
Hönnuðir sem vinna að hönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala héldu í vikunni samráðsfund með helstu aðilum sem koma að hönnun meðferðarkjarnans. Framundan er svo vinna við fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans en henni lýkur 2018.
Meðferðarkjarninn er stærsta bygging Hringbrautarverkefnisins í heildaruppbyggingunni við Hringbraut.
Á vef Landspítala er að finna myndband og viðtöl frá fundinum.