Myndir af NLSH skiltum

Kynningarskilti á starfsstöðvum Landspítala um verkefni Nýs Landspítala

Sett hafa verið upp kynningarskilti á vegum Nýs Landspítala á nokkrum starfsstöðvum Landspítala.

Þar er að finna upplýsingar um þau byggingaverkefni sem Nýr Landspítali vinnur að.

Skiltin má finna á sjúkrahótelinu, Kringlu við Hringbraut, Fossvogi, Blóðbanka, Kvennadeild, Ármúla, Tunguhálsi, Eiríksgötu og í Skaftahlíð.

Myndin er samsett og sýnir útlit skilta í Kringlu við Hringbraut, Fossvogi og á sjúkrahóteli.