folk ad labba i att ad spitalanum

Landspítalinn – sjúkrahús og háskóli

Í Morgunblaðinu 15.8 skrifar Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítalans um mikilvægi samstarfs Landspítala við Háskóla Íslands. Reynir færir rök fyrir þvi að Nýr Landspítali eigi að rísa við Hringbraut.

„ Árið 2014 voru 1.605 nemar við nám á spítalanum. Þeir mega ekki gleymast þegar hugað er að húsnæði spítalans og skipulagi“, segir Reynir.

Brot úr grein má sjá hér:

Hljóti hugmyndir sem varpað hefur verið fram að undanförnu að flytja Landspítalann alfarið frá Hringbraut, almennan hljómgrunn verður einnig að huga að áformum um flutning heilbrigðisvísindasviðsins. Málið snýst ekki um örfáa kennara sem gætu ferðast á milli háskólasvæðis vestur í bæ og spítala í öðrum enda borgarinnar eins og fleygt hefur verið fram. Slíkt lýsir vanmati á kennsluhlutverki Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Málið er mun stærra í sniðum og varðar kennslu heilbrigðisstétta til framtíðar og aðstöðu ríflega 1.500 nema til náms í heilbrigðisfræðum og skyldum greinum. Í núverandi áætlunum er gert ráð fyrir að þeir hafi aðstöðu í nýju og endurbættu húsnæði heilbrigðisvísindasviðs sem hægt er að samnýta í námi þeirra innan spítalans. Allt í senn fyrirlestrasali, færnibúðir og sérhæfðar kennslustofur. Að aðskilja uppbyggingu spítalans og heilbrigðisvísindasviðsins væri óskynsamlegt og að tvístra starfseminni óheillavænlegt skref. Horfum til framtíðar.

Nemendur við Landspítala árið 2014 voru 1605 á mörgum námsbrautum:

Starfsnám og þjálfunHáskóli – grunnnámHáskóli - framhaldsnám
Heilbrigðisnám skipstjóra og stýrimannaBókasafns- og upplýsingafræðiFélagsráðgjöf
HeilbrigðisritaranámGeislafræðiHeilbrigðisverkfræði
SjúkraflutninganámHjúkrunarfræðiHjúkrunarfræði
Sjúkraliðanám – grunn og framhaldsIðjuþjálfunLíf- og læknavísindi
Slysavarnarnám sjómannaÍþróttafræðiLífeindafræði
LífeindafræðiLjósmóðurfræði
LyfjafræðiLyfjafræði
LæknisfræðiLýðheilsufræði
SálfræðiLæknisfræði
SjúkraþjálfunNæringarfræði
UppeldisfræðiSálfræði
ViðskiptafræðiTalmeinafræði
ÞroskaþjálfunTannlækningar