mynd af folki ad labba til og fra spitalanum

Málþing um málefni nýs Landspítala

Spítalinn okkar, hollvinasamtök um byggingu nýs Landspítala, halda málþing þriðjudaginn 13.október. Yfirskrift málþingsins er „nýr Landspítali loks í augsýn“.
Á málþinginu verður fjöldi fróðlegra fyrirlestra um málefni nýs Landspítala.

Málþingið verður haldið á Reykjavík hótel Natura og hefst kl. 16.

Dagskrá málþingsins má finna hér

Stjórn Spítalans okkar skrifaði grein í Morgunblaðið þann 2.október. Heiti greinarinnar er
„Nýtt þjóðarsjúkrahús – ávinningur okkar allra. Í greininni segir meðal annars:

„Þegar nýr meðferðarkjarni verður tekinn í notkun eftir 7 – 8 ár lýkur sameiningu á bráðastarfsemi Landspítala. Sérgreinar spítalans verða þá á einum stað sem hefur í för með sér mikinn faglegan ávinning fyrir starfsmenn og nemendur í heilbrigðisvísindagreinum en ekki síst fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ef fram fer sem horfir mun nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut marka þáttaskil í uppbyggingu á góðri heilbrigðisþjónustu“.

Greinina má lesa hér