Markaðskönnun vegna tæknikerfa meðferðarkjarna Nýs Landspítala

NLSH hefur til skoðunar fyrirkomulag útboða tæknikerfa. Með þessari markaðskönnun er verið að leita að hæfum aðilum á markaði til að vinna við ýmis fagsvið s.s. loftræsingu, lagnir og rafmagn, sem einstaka verkþætti eða sem heildarverkefni í samstarfi við aðra. Í þessari markaðskönnun hafa aðilar, sem hafa áhuga og getu til að taka þátt í verkefninu, tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri gagnvart fyrirhuguðum útboðum.

NLSH óskar eftir upplýsingum um hæfa aðila sem hafa áhuga á að taka þátt í útboði/útboðum fyrir uppsetningu og frágang grunn tæknikerfa (loftræsingu, lagna og rafmagns) í meðferðarkjarna nýs Landspítala, frá kjallara K2 til fjórðu hæðar.

Gert er ráð fyrir að verkframkvæmd hefjist í lok árs 2025 og er það ósk verkkaupa að verkinu ljúki fyrir árslok 2028.