
Markaðsmorgunn NLSH 2025
Í dag var haldinn markaðsmorgunn NLSH í samstarfi við Samtök iðnarins á Grand Hóteli. Viðburðurinn er liður í stefnu NLSH að upplýsa markaðinn reglulega um stöðu framkvæmda og fyrirhuguð útboðsverkefni á næstu misserum.
Fundurinn hófst á erindum sem starfsmenn NLSH fluttu og að þeim loknum var fyrirspurnatími um stöðu framkvæmda og um málefni tengd innkaupum.
Eftir fundinn gafst fundargestum tækifæri á að ræða við starfsmenn NLSH sem koma að framkvæmdum og útboðsmálum og fá þannig upplýsingar um það helsta sem er í farvatninu.
Góð mæting var á fundinn enda mikilvægur fyrir upplýsingagjöf NLSH gagnvart félagsmönnum innan Samtaka iðnaðarins. Þátttaka í útboðsverkum er afar mikilvæg fyrir NLSH.
„Þetta var vel heppnaður fundur og mikilvægur enda mjög stór útboð framundan hjá NLSH. Það er mikilvægt fyrir okkur að hitta hagaðila hjá fyrirtækjum og ná samtali um fyrirkomulag útboða og verklegra framkvæmda. Þökkum einnig gott samstarf við SI,” segir Jónas Jónatansson teymisstjóri áætlana- og innkaupa hjá NLSH.
