
Nemendur Háskóla Íslands áhugasamir um uppbyggingu við Hringbraut
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir árlegum heilsudegi 31.mars á Háskólatorgi.
Þar voru fjölmargir aðilar með bás og kynntu ýmsa heilbrigðistengda starfsemi.
Spítalinn okkar, landssamtök um byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss kynntu uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut fyrir áhugasömum nemendum og gestum.
Á myndinni sést Þorkell Sigurlaugsson, í stjórn Spítalans okkar, upplýsa nemendur um hvernig heildaruppbygging nýs Landspítala við Hringbraut mun líta út.