
Niðurstaða forvalsnefndar um listaverk og kynnisferð um framkvæmdasvæðið
NLSH stóð fyrir forvali að lokaðri samkeppni um listaverk þar sem samkeppnissvæðið er Sóleyjartorg, aðalaðkomutorg meðferðarkjarnans.
Lögð var áhersla á að listaverkið verði hluti af heildarhönnun almenningsrýmisins í kringum nýja Landspítalann og verði áberandi kennileiti svæðisins.
Niðurstaða forvalsnefndar í samkeppninni liggur nú fyrir og af þvi tilefni var hópnum boðið í kynnisferð til að skoða framkvæmdasvæðið.
Alls bárust 51 umsókn um þátttöku í forvalinu og voru eftirtaldir listamenn valdir til þátttöku í lokaða hluta samkeppninnar.
• Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir
• Katrín Sigurðardóttir
• Ólöf Nordal
• Rósa Gísladóttir
• Sigurður Guðjónsson
• Þórdís Erla Zoëga
Forvalsnefndina skipuðu:
Sigurður H. Helgason, tilnefndur af NLSH, formaður
Dorothee Kirch, tilnefnd af Reykjavíkurborg
Þóra Þórisdóttir, tilnefnd af SÍM
Forsíðumynd: Listamennirnir í heimsókn um framkvæmdasvæðið