
Nýr Landspítali boðinn út
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið Nýjum Landspítala að hefja undirbúning útboðs á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna á lóð Landspítalans við Hringbraut eftir þvi sem kemur fram á vef velferðarráðuneytisins. Einnig hefur Nýjum Landspítala verið falið að ljúka fullnaðarhönnun sjúkrahótels, sem er langt á veg komin, og að bjóða út verkframkvæmdir við gatna- og lóðagerð sjúkrahótels ásamt byggingu þess. Heilbrigðisráðherra segir að þetta séu ánægjuleg tímamót.
Kristján Þór Júlíusson: „Það er sérstaklega ánægjulegt að geta nú falið Nýjum Landspítala ohf. að hefjast handa. Við síðustu fjárlagagerð tókst að tryggja fjármagn til þess, okkur er ekkert að vanbúnaði núna. Það er öllum ljóst að Landspítalinn getur ekki búið mikið lengur við núverandi aðstæður, hvorki sjúklinganna né starfsfólksins vegna.“
Fréttina má sjá hér.