
Öll tilboð undir kostnaðaráætlun í verklegt eftirlit með byggingu sjúkrahótels
Í dag voru opnuð tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdum við byggingu sjúkrahótels. Bygging sjúkrahótelsins er hluti af fyrsta áfanga byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða eftirlit með byggingu sjúkrahótels og við framkvæmdir á lóð.
Fimm tilboð bárust í eftirlitið frá eftirtöldum aðilum:
1. Mannvit
2. Efla verkfræðistofa
3. Verkís hf
4. Hnit verkfræðistofa hf
5. VSÓ ráðgjöf ehf
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 37.500.000
Lægsta tilboðið var frá Verkís hf, eða kr. 27.450.000 sem er 26,8% undir kostnaðaráætlun.
Önnur tilboð voru:
Mannvit kr. 28.050.000
Efla verkfræðistofa kr. 31.170.000
VSÓ ráðgjöf ehf kr. 32.640.000
Hnit verkfræðistofa hf kr. 32.775.000
Í framhaldinu verður farið yfir tilboðin áður en endanleg niðurstaða fæst.
Fundargerð tilboðsfundarins má sjá á heimasíðu Ríkiskaupa