
Opnað fyrir tilboð vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala
Í dag voru opnuð tilboð vegna lóðaframkvæmda vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið.
Þrjú tilboð bárust í verkframkvæmdina. Á næstu dögum verður farið yfir tilboðin m.t.t. útboðsreglna. Á vef Ríkiskaupa er að finna upplýsingar um bjóðendur og hvaða tilboð bárust.