
Tilboð opnuð vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala
Öllum tilboðum hafnað í gatnagerð
Þann 2. júní síðastliðinn voru opnuð tilboð í útboði 20000 hjá Ríkiskaupum, nefnt götur, veitur, lóð og tengigangar á norðurhluta lóðar Landspítala NLSH.
Útboðið tengist lóðaframkvæmdum vegna sjúkrahótels á lóð LSH við Hringbraut.
Stjórn NLSH ohf. ákvað eftir yfirferð og umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins að hafna öllum tilboðum. Tvö lægri tilboðin voru metin ógild þar sem bjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðs – og samningsskilmála.
Kostnaðaráætlun verksins var kr.280.046.780,-.
Tilboð bárust frá:
Rökkvi verktakar ehf. kr. 300.184.050, 7,2% yfir kostnaðaráætlun.
GT hreinsun ehf. kr. 367.396.031, 31,2% yfir kostnaðaráætlun.
Íslenskir aðalverktakar hf. kr. 425.711.476, 52% yfir kostnaðaráætlun.