
Opnun forvals vegna hönnunar á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri
Forval hefur verið opnað vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.
Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.
Á þriðja tug aðila, sem mynda sex hópa, sendu inn þátttökutilkynningu. Í framhaldinu verða fimm hópar valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn.
Ef niðurstaða lendir á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu.
- Arkþing Nordic
Exa nordic
Lota ehf.
Myrra hljóðstofa - EFLA
ASK arkitektar
Ratio arkitekter - Mannvit
Arkís arkitektar - Verkís
TBL arkitektar
JCA Ltd
Brekke & Strand - VSÓ ráðgjöf
Hornsteinar arkitektar
Brunahönnun
Brekke & Strand
Niras - Teiknistofan Tröð
Teknik verkfræðistofa
TKM hönnun
Örugg verkfræðistofa
Hljóðvist
Kanon arkitektar ehf