
Opnun verðtilboða í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala
Í dag var síðari opnun tilboða vegna fullnaðarhönnunar nýs meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala. Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut. Meðferðarkjarninn verður ein af fjórum nýbyggingum við Landspítalann og sú stærsta.
Kostnaðaráætlun var kr. 2.740.500.000.
Fjögur tilboð voru opnuð frá eftirtöldum aðilum:
- Verkís og TBL kr. 1.563.430.000
- Grænaborg kr. 1.620.593.000
- Corpus 3. Kr. 1.399.303.400
- Mannvit hf. Kr. 1.513.171.040
Lægsta tilboðið var frá Corpus 3, eða sem nemur 51% af kostnaðaráætlun.
Corpus 3 hópurinn samanstendur af VSÓ verkfræðistofu, VJI verkfræðistofu, Hornsteinar arkitektar og Basalt arkitektar.
Nánari upplýsingar eru að finna á vef Ríkiskaupa, slóð