
Rekstur sjúkrahótelsins verður boðinn út
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að rekstur nýja sjúkrahótelsins verði boðinn út.
Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur hótelsins í samvinnu við Ríkiskaup.
Markmiðið með rekstri hótelsins er að útvega fólki af landsbyggðinni gistingu sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, styðja við bataferli sjúklinga og að bjóða aðstandendum upp á gistingu.
Sjúkrahótelið verður tekið í notkun í byrjun árs 2018.
Frétt um málið má sjá hér