Reynslu miðlað af sjúkrahúsverkefnum í Noregi

Norska opinbera félagið Sykehusbygg hélt fjarfund og kynningu fyrir starfsfólk NLSH þann 15. janúar en félagið hefur mikla reynslu þegar kemur að nýbyggingum í heilbrigðiskerfinu í Noregi. Félagið Sykehusbygg hefur þann tilgang að koma að verkefnum í Noregi sem eru að verðmæti meira en 500M NOK. Sem dæmi um yfirstandandi verkefni sem Sykehusbygg kemur að er Nye Aker en sjúkrahúsið mun hafa fjölþætt hlutverk og er heildarflatarmál þeirrar framkvæmdar 171.000 fermetrar. Nýr Landspítali ohf. hefur verið á síðustu árum verið í góðu samstarfi við Sykehusbygg og leitað víða í reynsluheim félagsins varðandi leiðarlínur. Meðfylgjandi mynd sýnir Nye Aker, sem er eins og áður sagði eitt af stærri verkefnum sem nú er í upphafsfasa í Noregi og er viðbót við sjúkrahús sem þegar er í rekstri, líkist þannig verkefni NLSH á Hringbraut að miklu leyti.