Sænsk viðskiptasendinefnd í heimsókn

Nýlega kom í heimsókn sænsk viðskiptasendinefnd á vegum sænska sendiráðsins, Business Sweden og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Hópurinn fékk kynningu á starfsemi NLSH þar sem Gísli Georgsson, verkefnastjóri, fór yfir helstu byggingaverkefni félagsins. Að kynningu lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið þar sem Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur, sýndi gestum umhverfi meðferðarkjarnans.

„Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og fannst gestum mikið til þess koma að fá að sjá byggingaframkvæmdir NLSH og hversu vel hefur gengið við framkvæmdirnar,“segir Sigurbjörg Hjörleifsdóttir viðskipta og samskiptafulltrúi í sænska sendiráðinu.