
Samningsundirritun vegna innanhússfrágangs í meðferðarkjarna
Þann 18.6 var skrifað undir samning NLSH við Eykt vegna innanhússfrágangs í meðferðarkjarna.
Um er að ræða framkvæmd sem nær til ílagnar og rykbindingar á hæðum K1 og K2.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH og Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar, undirrituðu samninginn.
Á mynd frá vinstri: Aðalsteinn Jónsson, innkaupastjóri NLSH, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmda NLSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Páll Daníel Sigurðsson forstjóri Eyktar og Jón Eðvald Malmquist, aðstoðarframkvæmdastjóri Eyktar.