
Samráð með fulltrúum sjúklingasamtaka
Nýr Landspítali ohf leggur mikla áherslu á samvinnu og samráð við marga aðila er varðar uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut.
Einn mikilvægur þáttur í þvi er gott samstarf við fulltrúa frá ólíkum sjúklingasamtökum.
Haldinn var kynningarfundur þar sem staðan á Hringbrautarverkefninu var kynnt hlutaðeigandi aðilum.
Stefnt er að reglulegum kynningarfundum með samtökum sjúklinga á næstu mánuðum.