
Síðasta þakplata meðferðarkjarna steypt
Í dag var síðasta þakplata meðferðarkjarna steypt og með því lauk síðustu stóru steypunni við uppsteypu húsanna. Á eftir að steypa millibyggingar og ýmis minni steypuvirki sem koma upp úr þakplötum.Með þessum áfanga hefur mestmegnis af 55.000 m3 af steypu í verkefninu verið lagður.